05.05.1926
Efri deild: 67. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í D-deild Alþingistíðinda. (3166)

100. mál, málshöfðun gegn Sigurði Þórðarsyni

Gunnar Ólafsson:

Það er ekki meining mín að lengja umræðurnar um þetta mál. Þær eru að mínu áliti orðnar óþarflega langar. Í þess stað leyfi jeg mjer að bera fram till. til rökstuddrar dagskrár, svohljóðandi:

Með því að ríkisstjórnin getur ekki skipað embættismönnum að fara í meiðyrðamál, og með því að flutningsmaður till. þessarar hefir í opinberu, víðlesnu blaði, verið lýstur ærulaus lygari og rógberi af hinum sama manni, sem hann nú vill láta lögsækja, án þess að hafa, svo vitanlegt sje, gert ráðstafanir til að hreinsa sig af þeim áburði, þá verður deildin að líta svo á, að henni sje með tillögu þessari lítilsvirðing sýnd af flutningsmanni hennar. Hún sjer því ekki ástæðu til að sinna till. að neinu leyti og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.

Jeg skal játa, að þetta átti að segja strax, því það er rjetta svarið við till., úr því hún kom fram. Mjer var illa við, að till. kæmi fram, og jeg sagði það við hv. flm. hennar, að best væri fyrir hann að taka hana aftur. Þá hefðu sparast allar þessar löngu og óþörfu

ræður. En sá veldur mestu, sem upphafinu veldur, og jafnan er óvandari eftirleikurinn. Skal jeg svo ekki lengja þessar umræður.