05.05.1926
Efri deild: 67. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 556 í D-deild Alþingistíðinda. (3169)

100. mál, málshöfðun gegn Sigurði Þórðarsyni

Gunnar Ólafsson:

Jeg hefi engu að svara. Jeg álít þessa dagskrártillögu mína hið rjetta svar við málinu, eins og það er borið upp og rekið hjer af hv. 3. landsk. (JJ). Jeg tel þinginu sýnda vansæmd með því að bera þar upp mál, sem ekki eiga þar heima. Um það, hvort jeg fæ sæmd af því eða vansæmd að bera þessa till. fram, vil jeg biðja hv. þm. að hafa sem minstar áhyggjur. Vitanlega er það jeg, sem verð að bera það, en ekki hann. Það ætti hann þó að vita.