19.04.1926
Efri deild: 54. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 565 í D-deild Alþingistíðinda. (3184)

101. mál, byggingarstíll prestssetursins á Bergþórshvoli

Gunnar Ólafsson:

Það er aðeins stutt aths. Hæstv. forsrh. (JM) hefir nú tekið þannig í þetta mál, að ætla má, að stjórnin láti byggja á Bergþórshvoli í líku sniði og till. fer fram á. Jeg vil því leyfa mjer að stinga upp á því, að þessu máli verði vísað til hæstv. stjórnar, með því að jeg álít, að þessi deild, sem er aðeins 1/3 alls þingsins, geti tæplega með nægilegum myndugleik skipað fyrir um þetta mál. Hinsvegar tel jeg, að því megi treysta fullkomlega, að hæstv. stjórn, í samráði við sóknarprestinn og húsameistara, sem mestu eiga að ráða um þetta, muni leiða þetta mál til lykta á sem bestan hátt.