19.04.1926
Efri deild: 54. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 566 í D-deild Alþingistíðinda. (3185)

101. mál, byggingarstíll prestssetursins á Bergþórshvoli

Flm. (Jónas Jónsson):

Jeg held, þó að jeg vantreysti ekki hæstv. stjórn sjerstaklega mikið í þessu máli, að ekki sje ástæða til að vísa því til hennar.

Það stendur alveg sjerstaklega á vegna þess, að þetta mál þolir enga bið, og byggingin þarf helst að komast upp í sumar. Og ef það á að verða, þarf presturinn nú þegar að panta efnivið og fá skip með hann austur að söndum. Það þarf þess vegna að ráða fram úr þessu sem allra fyrst og fremur í dag en á morgun.

Þessi till. á ekki heldur að skoðast sem skipun, heldur sem leiðbeining til húsameistara um þetta. Og þar sem Þingvallanefndin mælir með hugmyndinni, sje jeg ekki, hvaða ánægju hv. 5. landsk. (GunnÓ) getur haft af því, að till. sje feld með því að vísa málinu til stjórnarinnar, því að þó að hæstv. stjórn kunni að ráða þessu vel til lykta, verður sú leið altaf krókaleið að takmarkinu.