19.04.1926
Efri deild: 54. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 568 í D-deild Alþingistíðinda. (3189)

101. mál, byggingarstíll prestssetursins á Bergþórshvoli

Gunnar Ólafsson:

Það er aðeins út af því, sem hv. 3. landsk. (JJ) sagði, að það mundi tefja fyrir málinu, ef því væri vísað til stjórnarinnar. Jeg get nú ekki sjeð, að ástæða sje til að óttast það. Því að mjer skilst, að þó að till. hv. þm. yrði samþ., mundi samt þurfa nokkurn tíma til að rannsaka þetta mál, áður en til framkvæmda getur komið. Um hitt er það að segja, eins og jeg tók fram áðan, ef um það er að ræða, að skipa stjórninni að gera þetta eða hitt, að þá hefir þessi þingdeild ekki fullan myndugleika til þess. En hjer þarf enga skipun, enga ályktun. Hæstv. stjórn er því fylgjandi, að bætt verði húsakynnin á Bergþórshvoli, og jeg treysti henni vel til að láta gera það á viðunanlegan og hagkvæman hátt, þegar á þessu ári.