28.04.1926
Efri deild: 61. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 573 í D-deild Alþingistíðinda. (3197)

108. mál, svifting ofdrykkjumanna lögræði og fjárræði

Flm. (Jónas Jónsson):

Þar sem hæstv. forsrh. (JM) er ekki alveg viss um, að hann vildi leggja til þessa breytingu, nema að fenginni þáltill., þá sýnist mjer rjettara að taka ekki tillöguna aftur. Jeg lít þannig á, að það sje öllu skynsamlegra og betra að þrengja að ofnautn áfengra drykkja. Og ef þessi breyting, sem orðið hefir á frv. í meðferðinni, stendur í nokkru sambandi við það, að það hafi átt að gera sjer tæpitungu við áfengisnautnina, þar sem hún er í öfgum, þá sýnist mjer það vera óþarfi, svo að jeg álít rjettara að láta hv. deild skera úr um það, hvort henni finnist ástæða til að samþ. þessa till. eða ekki.