28.04.1926
Efri deild: 61. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 574 í D-deild Alþingistíðinda. (3199)

108. mál, svifting ofdrykkjumanna lögræði og fjárræði

Flm. (Jónas Jónsson):

Þar sem málið hefir ekkert skýrst af ræðu hv. þm. Seyðf. (JóhJóh), og þar sem þessi ósk er borin fram hreint og beint vegna manns, sem stendur framarlega í fátækramálefnum Reykjavíkur og hefir mikla reynslu í þeim efnum, þá get jeg ekki annað en litið svo á, að till. hv. þm. Seyðf. (JóhJóh) — eins og hann skýrt tók fram — sje sama og að drepa málið. Jeg álít þess vegna rjett að skera úr því með nafnakalli, hverjir vilja á þennan hátt halda áfram að gera Bakkusi ljettari leiðina í þessu efni. Það virðist, að honum hafi verið hjálpað ríkulega yfir þröskuldinn í lagasmíðinni frá 1917.

Jeg get sannað það, að þetta er nauðsynjamál hjer í Rvík.