04.05.1926
Neðri deild: 69. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 583 í D-deild Alþingistíðinda. (3215)

107. mál, mæling á siglingaleiðum

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg ræddi nú aðeins um þessa uppmælingu, sem hjer er talað um í till., en auðvitað er, að það gildir alment það sama um aðrar till., sem samþ. hafa verið, og er að því leyti alveg sama, hvort hv. þm. Str. (TrÞ) kemur með brtt. við þessa till. eða ekki. Jeg get sagt hv. þm. (TrÞ), að það verður jafnskjótt frá minni hálfu undinn bráður bugur að því að framkvæma þessar mælingar, þegar hægt er, hvort sem brtt. kemur frá honum eða ekki.