11.02.1926
Efri deild: 4. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 869 í B-deild Alþingistíðinda. (326)

13. mál, löggiltir endurskoðendur

Atvinnumálaráðherra (MG):

Þetta frv. var í fyrra samþykt í Nd., en dagaði uppi hjer í þessari hv. deild sökum tímaskorts, og hefir stjórninni því þótt rjett að leggja það fyrir af nýju, enda verður því varla neitað, að þörf er á löggiltum endurskoðendum, að minsta kosti hjer í Reykjavík, því að hjer er nú orðið svo mikið um að vera og svo margir, sem telja sjer þörf á að nota endurskoðendur. Af þessu leiðir, að enginn efi er á, að endurskoðunarmanna er þörf, að minsta kosti hjer í bæ, en meðan engin löggjöf er um þetta efni, vantar algerlega tryggingu fyrir því, að þeir menn, sem við endurskoðun fást, sjeu vaxnir starfinu, hvort sem litið er ti1 mannkosta eða þekkingar.

Frv. er í aðalatriðum eins og það var samþykt í Nd. í fyrra, en í athugasemdunum við frv. er gerð grein fyrir þeim breytingum, sem stjórnin hefir á því gert, og hirði jeg því ekki að fara frekar út í málið að sinni.

Jeg legg það til, að málinu verði, að lokinni þessari umræðu, vísað til allshn.