10.05.1926
Efri deild: 71. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 644 í D-deild Alþingistíðinda. (3277)

114. mál, aðstaða málfærslumanna við undirrétt

Jóhann Jósefsson:

Það er sýnilegt, að umr. um till. gætu teygst nokkuð lengi án þess að nokkur árangur yrði að hjer í hv. deild. Jeg skal ekki gera neitt upp á milli hæstv. forsrh. (JM) og hv. flm. (JJ) í því, sem þeir hafa sagt um form fyrirspurnarinnar, en þegar litið er á hitt, að mörg og merk mál bíða nú afgreiðslu, þá finst mjer ekki rjett að fara út í langar umr. um till., enda virðist nóg, að henni sje vísað til stjórnarinnar — og geri jeg það hjer með að till. minni.