14.05.1926
Neðri deild: 78. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í D-deild Alþingistíðinda. (3302)

115. mál, sjúkratryggingar

Flm. (Jón Baldvinsson):

Mjer þykir leitt, hafi jeg óvart gefið hæstv. stjórn olnbogaskot með orðalagi till. En að það hafi verið óviljandi, skal jeg sanna í verki með því að lofa hæstv. atvrh. að gera þá breyting, að í staðinn fyrir miðjan febr. 1927 komi árslok 1926, svo að hæstv. stjórn fái tíma til athugunar. Gæti það þá orðið stjórnarfrv. og hæstv. ráðh. haft þau tök á málinu, er hann vill, áður en það kæmi fyrir þing. Að jeg setti þetta tímatakmark, var aðeins til þess, að nefndin hefði sem bestan tíma til starfa.

Vil jeg nú heyra undirtektir hæstv. ráðh. (MG), ef þessi breyting mætti verða til þess, að till. kæmist í gegnum þingið.