14.05.1926
Efri deild: 78. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 665 í D-deild Alþingistíðinda. (3311)

115. mál, sjúkratryggingar

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg á erfitt með að sœtta mig við till. eins og hún liggur fyrir. í henni er svo fyrir mælt, að nefndin, sem skipa á, skuli hafa lokið starfi sínu fyrir miðjan febrúarmánuð næsta ár. Þá er komið að næsta þingi, eða það er þá þegar sett, og þess vegna hefir stjórnin engan tíma til að athuga frv. Með þessu fyrirkomulagi getur frv. um þetta efni ekki orðið stjfrv. á næsta þingi og ekki komið til meðferðar á því, nema það sje þá flutt af einhverjum hv. þm. og þingið sjálft lagi svo þá ágalla, er á því kynnu að verða. En þetta er ekki tryggilegur undirbúningur undir svo stórt mál sem þetta er, enda hlýtur það að vera bót fyrir málið, ef stjórnin hefir tækifæri til þess að athuga það, þótt það sje komið frá nefnd.

Mjer finst eðlilegast, að stjórnin taki þetta mál að sjér, og jeg vona, að jeg geti komið með frv. um þetta efni fyrir næsta þing, enda þótt jeg vilji ekki lofa því. En það mega menn vita, að það þarf mikla vinnu, og margra upplýsinga þarf að leita, áður en hægt sje að leggja slíkt frv. sem þetta fram fyrir þingið. T. d. var í fyrra borið fram frv. hjer, er ekki fann náð fyrir augum Alþingis. Það var síðan lagt undir sýslunefndir og sætti þar mjög misjöfnum dómum. Er því sennilegt, að hjer þurfi að finna nýjan grundvöll til þess að byggja á.

Jeg er fús til þess, sem sagt, að taka þetta mál til rækilegrar íhugunar, en jeg á bágt með það að sætta mig við þá tilhögun, er þáltill. fer fram á.