28.04.1926
Neðri deild: 64. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í D-deild Alþingistíðinda. (3340)

105. mál, kaup á jörðinni Hlíðarenda í Fljótshlíð

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg held, að þessi frægi sögustaður taki litlum umbótum, þó að hann verði keyptur og settur í leiguábúð þess sama fólks, sem býr þar nú. Alt öðru máli væri að gegna, ef jörðin væri keypt í einhverju sjerstöku augnamiði fyrir ríkissjóð og notuð til einhvers sjerstaks, sem þörf væri á, en að því hefir ekki verið vikið.

Jeg vil svo gera það að tillögu minni, að till. þessari verði vísað til landbn., ef henni verður vísað til nefndar á annað borð.