06.05.1926
Efri deild: 68. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 702 í D-deild Alþingistíðinda. (3353)

112. mál, húsmæðraskóli að Hallormsstað

Ingibjörg H. Bjarnason:

Af því hv. 2. þm. S.-M. (IP) nefndi kvennaskóla, vildi jeg aðeins leyfa mjer að biðja um úrskurð á því, hvort hjer er að ræða um kvennaskóla eða húsmæðraskóla.

Jeg skal nota tækifærið, fyrst jeg stóð upp, til þess að lýsa því yfir, að kona sú, sem hjer er um að ræða, frú Sigrún Blöndal, er mjer kunn að öllu góðu, og hefi jeg ekki meira álit á öðrum konum í þessu efni en henni. Jeg tel rjett, að málið fari í nefnd.