10.05.1926
Neðri deild: 75. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2414 í B-deild Alþingistíðinda. (3404)

Málshöfðun gegn þingmanni

Hákon Kristófersson:

Um leið og jeg geri grein fyrir mínu atkv. um þetta mál, vil jeg leyfa mjer að beina þeirri spurningu til hæstv. fjrh., hvort hann geri sig ekki ánægðan með það og láti þetta mál niður falla, ef háttv. þm. Str. lýsir því yfir í heyranda hljóði hjer í deildinni, að hann hafi ekki ætlað sjer að bera fram neinar móðgandi aðdróttanir í garð hæstv. fjármálaráðherra.

Jafnframt vil jeg lýsa því yfir, að þrátt fyrir vinsamleg tilmæli háttv. þm. Str. til mín um það. get jeg ekki greitt till. hans mitt atkv., vegna þess, að niðurlag till. fer lengra en ástæða er til; auk þess tel jeg þingið fara út á allhálar brautir, ef leyfa skal slíkar málshöfðanir, og því teldi jeg betra, ef sættir kæmust á.