14.05.1926
Sameinað þing: 7. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2422 í B-deild Alþingistíðinda. (3424)

Kosningar

Forseti (JóhJóh):

Út af orðum hv. 2. þm. Reykv. (JBald) skal jeg taka það fram, að þáltill. á þskj. 595 getur ekki orðið tekin fyrir á þessum fundi, þar sem hún er ekki á dagskrá. Auðvitað mætti slíta fundi og taka málið fyrir á næsta fundi. En nú hefir þingið samþykt með miklum meiri hl. atkv. mótmæli gegn því, að málið verði tekið út af dagskrá, og liggur það því fyrir.