25.02.1926
Efri deild: 13. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2424 í B-deild Alþingistíðinda. (3432)

Ljósmyndir af þingmönnum

VI. Ljósmyndir af þingmönnum.

Á 13. fundi í Ed., fimtudaginn 25. febr., og á 14 fundi í Nd., s. d., skýrðu deildaforsetar frá, að forsetar allir í sameiningu hefðu samþykt, að safna saman til geymslu í bókasafni þingsins ljósmyndum af þingmönnum fyr og síðar, eftir því sem unt væri, og ákveðið, að þingið kostaði myndtöku af hverjum núverandi þingmanni og áfram, jafnóðum og nýir kæmu. Hefði verið samið við Ólaf hirðljósmyndara Magnússon um að taka myndirnar, gegn afhendingu spjalds, er skrifstofa Alþingis hefði nú fengið hverjum þingmanni í hendur.