14.05.1926
Neðri deild: 80. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2427 í B-deild Alþingistíðinda. (3439)

Starfslok deilda

forseti (BSv):

Þá liggja ekki fleiri störf fyrir þessari hv. deild að þessu sinni. Að vanda síðustu ára mun jeg ekki flytja neina skýrslu um störf deildarinnar, þar sem hæstv. forseti sameinaðs Alþingis (JóhJóh) gerir grein fyrir störfum Alþingis í einu lagi.

Jeg vil þakka þingmönnum fyrir þá löngu og góðu samvinnu, er vjer höfum átt á þessu þingi. Finst mjer þingið hafa farið fram í spakara og friðsamara lagi, a. m. k. hjerna megin veggjarins. Jeg vona því, að hv. þdm. skilji allir í bróðerni og óska þeim góðrar heimferðar og heimkomu, sem heima eiga utan Reykjavíkur. En öllum hv. þingmönnum óska jeg alls hins besta; mæli jeg svo um, að vjer megum allir heilir hittast á næsta þingi.

Jeg vil minnast þess, að sá harmur hefir orðið þessu þingi að missa hins mikla og ágæta þingskörungs frá þingstörfum, hv. þm. Dalamanna, Bjarna Jónssonar frá Vogi. Vona jeg, að þau ummæli mín verði að áhrínsorðum, að hann megi einnig koma heill og hraustur til næsta þings.