02.03.1926
Neðri deild: 18. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 886 í B-deild Alþingistíðinda. (354)

14. mál, áveita á Flóann

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Jeg get sparað mjer langa framsöguræðu, því að í nál. er drepið á alt hið helsta máli þessu viðvíkjandi.

Jeg vil geta þess, út af brtt. við 3. gr. frv., á þskj. 75, að nefndin áleit rjettara að orða skýrara það ákvæði sem kostnaðinum við kemur, svo að það gæti ekki valdið misskilningi. Um vegina vil jeg sjerstaklega taka það fram, að það er aðallega tekið tillit til þess, hverja gagnsemi býlin í flóanum geti haft af þeim. Sá nefndin sjer ekki annað fært en breyta ákvæðum frv. um þetta efni.

Jeg skal geta þess í sambandi við viðaukatill., að er ritvilla. Þar stendur „vegagerðarinnar“, en á að vera „vegagerða.“

Sje jeg svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða meira um málið.