12.03.1926
Efri deild: 26. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 919 í B-deild Alþingistíðinda. (412)

12. mál, kynbætur hesta

Forsætisráðherra (JM):

Ef háttv. þm. A.-Húnv. álítur, að taka megi hvaða hest sem er, þá er það rjett athugað, að breyta þurfi orðalagi greinarinnar. Eftir frv. er það alveg skýrt, að hrossakynbótanefnd getur ekki tekið hestana án samkomulags við eigendur þeirra. Enda held jeg, að til þess þyrfti sjerstök lög, ef þannig ætti að ráðstafa eign annara manna. Því að vel gæti það komið fyrir, að eigendur graðhesta vildu ekki láta þá af hendi við kynbótanefndina. Fæ jeg því ekki sjeð, að neitt sje athugavert við orðalag greinarinnar.