10.04.1926
Efri deild: 47. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 934 í B-deild Alþingistíðinda. (438)

12. mál, kynbætur hesta

Frsm. (Ágúst Helgason):

Landbúnaðarnefnd hefir athugað þær smávægilegu breytingar sem Nd. hefir gert við frv. þetta. Þær eru aðallega til skýringar. Um efnisbreytingar er ekki að ræða, nema ef telja skyldi breytinguna á 3. gr., þar sem tveimur hreppum eða fleiri er heimilað að vinna saman að kynbótum hesta. Nefndin telur þessar breytingar fremur til bóta og leggur til, að frv. sje samþykt.