31.03.1926
Neðri deild: 45. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 974 í B-deild Alþingistíðinda. (498)

10. mál, bryggjugerð í Borgarnesi o. fl.

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg get verið þakklátur háttv. samgmn. fyrir afgreiðslu þessa máls og hefi ekkert að athuga við brtt., en mjer skilst, að með þessum 150 þús. kr. sje átt við framlagið úr ríkissjóði.

Jeg skal játa, að málið er lítið undirbúið, en með flutningi málsins vildi stjórnin slá því föstu, að þarna þyrfti framkvæmda við, til þess að flýta fyrir samgöngum til Norðurlandsins. Hinsvegar getur stjórnin lofað því, að ekki skuli neitt gert fyr en ný rannsókn, sem þykir trygg, hefir farið fram af verkfræðingum eða öðrum fulltrúum stjórnarinnar.