09.03.1926
Efri deild: 23. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1018 í B-deild Alþingistíðinda. (533)

20. mál, bankavaxtabréf

Sigurður Eggerz:

Þetta er aðeins stutt athugasemd. Jeg ætla ekki að fara út í brtt. hv. nefndar, en 1. brtt. tel jeg vera til bóta. Jeg ætla heldur ekki að tala um ágreininginn milli hæstv. fjrh. og nefndarinnar. Það býst jeg við, að muni lagast við frekari samvinnu. En jeg vil taka það fram, að jeg mun geyma mjer til 3. umr. almennar athugasemdir við þetta mál, og vil jeg þá sjerstaklega leggja áherslu á, að þetta má ekki skoðast nema sem bráðabirgðafyrirkomulag. Það væri ástæða fyrir mig að gera brtt. um að lækka 10 milj. kr. upphæðina, því að ef hún yrði lækkuð, mundi það benda í þá átt, að þetta væri aðeins hugsað sem bráðabirgðafyrirkomulag. En jeg ber ekki neina brtt. fram, því að jeg býst ekki við, að hún nái fram að ganga.