09.03.1926
Efri deild: 23. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1020 í B-deild Alþingistíðinda. (536)

20. mál, bankavaxtabréf

Fjármálaráðherra (JÞ):

Það er gott að tala um þetta mál á milli umræðna, en það er rjett, að sama hugsun vakir fyrir mjer og hv. nefnd, nefnilega sú, að heppilegt sje, að í sama flokkinn fari ekki of mikill tími. Jeg áleit eðlilegra að gera það með því að tiltaka, að flokkurinn megi ekki vera opinn lengur en tiltekið árabil. Það er varla byggjandi á reynslu undanfarinna ára. Jeg held, að ef 2½ milj. kr. flokkurinn væri opnaður núna, mundi hann ekki endast lengur en 2 ár með þolanlegri brjefasölu.