26.03.1926
Neðri deild: 41. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1048 í B-deild Alþingistíðinda. (569)

70. mál, veiting ríkisborgararéttar

Árni Jónsson:

Það er gott til þess að vita, að hæstv. forsrh. hefir þó ekki nema gott eitt um þessa árs allshn. að segja. En þó eru nú þrír menn í þessa árs allshn., sem áttu sæti í henni í fyrra. Það er rjett, að því var heitið að bera fram nýtt frv., en jeg man ekki betur en að það kæmi út og því væri útbýtt hjer í deildinni, en af hvaða ástæðum það var aldrei tekið á dagskrá, er mjer ókunnugt um.

Um þessa menn, sem sóttu um íslenskan ríkisborgararjett og ekki voru íslenskir, er það að segja, að við athugun málsins varð ekki nóg upplýst um, hversu langa dvöl þeir voru búnir að eiga hjer á landi o. fl.