30.04.1926
Efri deild: 63. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1061 í B-deild Alþingistíðinda. (591)

70. mál, veiting ríkisborgararéttar

Sigurður Eggerz:

Jeg greiddi atkvæði á móti þessum 3. lið síðast. Mjer finst tilmæli hv. þm. Vestm. (JJós), um að málið verði tekið af dagskrá, sanngjörn og vildi mælast til þess við hæstv. forseta, að þau yrðu tekin til greina. Að því er snertir 1. og 2. liðinn, þá hefir hæstv. stjórn athugað þá, og treysti jeg þeirri athugun til þess að greiða atkvæði með þeim. Aftur á móti hefir hún ekki athugað 3. liðinn, og er því meiri ástæða til að taka beiðni hv. þm. (JJós) til greina, einkum þar sem það er ákaflega þýðingarmikið atriði, að veita útlendingum ríkisborgararjett, og verður að athugast vandlega.