30.04.1926
Efri deild: 63. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1062 í B-deild Alþingistíðinda. (595)

70. mál, veiting ríkisborgararéttar

Jóhann Jósefsson:

Jeg get svarað háttv. frsm. allshn. (EP) því við hans ræðu, að málið getur haldið áfram að upplýsast á meðan það er óafgreitt, og jafnvel á milli 2. og 3. umr., og það er einmitt svo um þetta atriði, að mjer var bent á það af skilríkum manni, að það kynnu að vera talsverðir annmarkar á þessari veitingu; og það er í því skyni að komast að því sanna, að jeg hefi beðið um, að málið yrði tekið út af dagskrá í dag.