29.03.1926
Neðri deild: 43. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 283 í B-deild Alþingistíðinda. (71)

1. mál, fjárlög 1927

Jón Kjartansson:

Jeg stend aðeins upp til að leiðrjetta það, að ekki hafi legið fyrir hv. fjvn. beiðni um lán til sjúkraskýlisins í Vík. Hv. nefnd var send umsókn um þetta frá sýslumanninum í Vík fyrir hönd hreppsins. Jeg er annars fús til að taka brtt. þessa aftur til 3. umr., ef hv. fjvn. óskar að fá hana til nánari athugunar. Jeg fæ ekki sjeð, að það geri neitt til, þótt heimildin standi í fjárlögunum. Lánið verður auðvitað ekki veitt nema fje sje fyrir hendi. Loks vil jeg þakka hæstv. fjrh. (JÞ) fyrir stuðning hans við till.