25.03.1926
Efri deild: 37. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1138 í B-deild Alþingistíðinda. (727)

8. mál, skipströnd og vogrek

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Jeg tók það ekki fram áðan, að skyldur þær, sem um getur í sambandi við 10. gr., eru auðvitað bundnar því skilyrði, að lögreglustjóri eða hreppstjóri telji menn á að gera það, sem þar er um talað. — Jeg fæ ekki betur sjeð en að skylda hvíli á mönnum að hlýða lögreglustjóra eða hreppstjóra, hvort sem um innlent eða útlent skip er að ræða. — Hjer er alls ekki um það að ræða, hvort menn sjeu skyldir til að bjarga mannslífum — til þess eru allir skyldir, og varðar við hegningarlögin, ef út af er brugðið, — heldur aðeins um björgun muna, og á jeg bágt með að trúa því, að ríkissjóður geti ekki fengið sinn kostnað endurgreiddan hjá eigendum munanna. (SE: Hvernig er þetta í erlendum strandlögum?).

Út af síðustu aths. hæstv. forsrh. skal jeg geta þess, að ef til vill hefði mátt orða þetta betur, t. d. segja „mál þessi skulu sæta meðferð opinberra mála“, en nefndin kaus hitt orðalagið sakir þess, að það er hið venjulegasta.