27.02.1926
Efri deild: 15. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1166 í B-deild Alþingistíðinda. (760)

16. mál, kosningar í málum sveita og kaupstaða

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg get ekki sjeð, að það fari neitt í bága hvað við annað, þó að reikningsár sveitarsjóða sje almanaksár og að kosin sje hreppsnefnd á hreppaskilaþingi á vori. Mjer þætti fróðlegt að heyra, hvað liggur til grundvallar fyrir ágreiningi út af þessu, því að þetta tvent þarf alls ekki að reka sig á. Jeg vildi því gjarnan heyra, hvaða ástæðu hv. 2. þm. S.-M. (IP) hefir fram að færa máli sínu til stuðnings.