02.03.1926
Efri deild: 17. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1178 í B-deild Alþingistíðinda. (772)

16. mál, kosningar í málum sveita og kaupstaða

Einar Árnason:

Það eru aðeins örfá orð. Þar sem jeg talaði áðan um, að rökin, sem fram voru færð, hefðu að mestu verið upphrópanir, þá átti jeg engu síður við frsm. nefndarinnar (GuðmÓ) heldur en hv. 4. landsk. (IHB).

Hv. 4. landsk. (IHB) er þeirrar trúar, að konum muni ekki verða þröngvað til starfa, sem þær geta ekki leyst af hendi. Jeg skal ekkert fullyrða um, hvað fyrir gæti komið. Sennilega yrði það ekki gert. En af hverju ekki Af vorkunnsemi, — eða, ef orða mætti það öðruvísi: af riddaraskap. Jeg vildi koma í veg fyrir, að sýna þyrfti þessa vorkunnsemi. Jeg kaus heldur, að konurnar hefðu sjálfar rjett til þess að neita. Mjer fanst það í alla staði skemtilegra fyrir þær.

Mjer dettur ekki í hug að mæla móti því, að hv. 4. landsk. (IHB) hafi á bak við sig skoðanir einhverra kvenna á þessu máli. En það breytir ekki minni skoðun.

Jeg tel betra, að konurnar njóti rjettinda heldur en vorkunnsemi.