10.05.1926
Efri deild: 71. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1257 í B-deild Alþingistíðinda. (848)

126. mál, verðtollur

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Eins og nál. ber með sjer, er fjhn. því yfirleitt mótfallin, að verðtollur verði gerður að föstum tekjustofni fyrir ríkissjóð. Álítur fjhn. hann að mörgu leyti óheppilegan, ekki af því, að ekki megi hafa tekjur af honum, heldur er hann miklu erfiðari í framkvæmd en aðrir tollar. Enda var frá upphafi svo til ætlast, að þetta yrði aðeins bráðabirgðatollur. Fjhn. vill þó ekki alveg yfirgefa þennan grundvöll, með hliðsjón af fjárhagnum.

Það er þegar búið að samþykkja tekjulið í fjárlagafrv., sem er í sambandi við þetta frv. og byggist á því. Nefndin hefir því ekki sjeð sjer fært að hamla framgangi þess í bili, en ber fram brtt. við frv., á þskj. 539. Er sú fyrri um það, að 1. gr. B. nái einnig til víðboðstrekja. En hin tilskilur, að lögin gildi aðeins til l. mars 1928. Einn nefndarmanna, hv. 3. landsk. (JJ), hefir áskilið sjer óbundið atkv.

Annars leggur nefndin til, að frv. nái fram að ganga og væntir þess, að hv. deild sjái sjer fært að samþykkja það.