12.05.1926
Efri deild: 73. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1317 í B-deild Alþingistíðinda. (902)

82. mál, hlunnindi handa nýjum banka

Fjármálaráðherra (JÞ):

Mjer dettur ekki í hug, að jeg muni með neinum rökum geta sannfært þá hv. nefndarmenn, sem með nál. sínu hafa bundið atkv. sitt á móti þessu frv., og því óþarfi fyrir mig að leita að slíkum rökum, sem háttv. 3. landsk. (JJ) biður um. En út af þeim möguleikum fyrir erlend áhrif, sem stofnun slíks banka skapaði landinu, vil jeg taka það fram, sem ákaflega greinilega var fram tekið í hv. Nd., sjerstaklega að mig minnir af hv. 3. þm. Reykv. (JakM), að bankafyrirtæki hafa einmitt sjerstöðu í því efni, þótt erlend sjeu, að þeim fylgir engin slík hætta, sem annars kann að leiða af því, að útlendingum er veittur of greiður aðgangur að því að nota sjer gæði þessa lands. Því að enginn banki getur þrifist, nema hann hagi sinni starfsemi alveg í samræmi við starfsemi landsmanna og með hag atvinnuveganna fyrir augum eins mikið og sinn eiginn, því að undir því er öll velferð eins banka komin. Það hlutafje, sem sett er hjer í banka, er alveg til þess knúið, að starfað sje með það í fulla samræmi við hagsmuni landsmanna. Hv. þm. (JJ) spurði hvort jeg ætlaði að bjóða þetta leyfi út eða hvort jeg ætlaði að auglýsa það opinberlega. Jeg ætla ekki að gera það; jeg hefi hugsað mjer að leita fyrir mjer „undir hendinni“ sem kallað er, þótt það sje sennilega ljelegt mál, og reyna á þann hátt að framkvæma það, sem frv. ætlast til, en að öðru leyti finst mjer engin sjerstök ástæða til að segja neitt um fyrirætlanir mínar í því efni, annað en það, sem sagt var í hv. Nd., en það jeg veit til hefir ennþá ekki verið gert neitt til að koma lögum þessum í framkvæmd. Hv. 3. landsk. viðurkendi að vísu, að hingað vantaði fjármagn, en taldi, að annað fjármagn þyrfti til fasteignaveðlána. En hv. þm. (JJ) má nú vel vita það, að „náið er nef augum“ hvað það snertir, því að ef greiðist fyrir um fjármagn alment í landinu, þá greiðist um leið til um fasteignaveðslán, því að þetta er engan veginn svo mjög aðskilið, eins og þeir vita, sem nokkuð eru kunnugir okkar almennu bankastarfsemi, þótt ekki sje annað en opinberlega birtir reikningar bankanna. Auk þess hefir þetta þing gert aðrar ráðstafanir, sem sjerstaklega eiga að miða að því að bæta úr þessari fjármagnsþörf til fasteignaveðlána, sem hv. þm. (JJ) nefndi, nefnilega með því að samþykkja ný veðdeildarlög. Ennfremur vil jeg minna á þá afstöðu, sem milliþinganefndin í bankamálum hefir tekið, því að það er ótvírætt og undirskrifað af meiri hl. hennar, að hún telur æskilegt, að hjer geti komist á fót einn eða fleiri einkabankar. (JJ: Með vissum skilyrðum). Það er ekki með neinum skilyrðum; nefndin lætur aðeins í ljós það álit, að það þurfi að komast hjer upp nýr einkabanki. Það stendur ekkert um, hvort átt er við sjerstök bankalög eða almenn bankalög, og um það hafa allir nefndarmenn í meiri hl. nefndarinnar sína er þetta er skrifað, hafa þeir allir verið með því, að það kæmist á fót einn eða skoðun. Hvort þau eigi að vera sjerstök eða almenn, það breytir engu, því að þegar fleiri nýir einkabankar, og hafa þar þörf atvinnulífsins í landinu fyrir augum.