17.03.1926
Neðri deild: 33. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1334 í B-deild Alþingistíðinda. (920)

74. mál, afnám gengisviðauka á vörutolli

Jón Baldvinsson:

Jeg vil aðeins leita upplýsinga hjá hv. form. fjhn. (KlJ) um það, hvort fjhn. hafi hugsað sjer að koma með breytingar sínar í sjerstökum lagafrumvörpum eða fella þær inn í frv. þetta. Því að ef breytingin á gengisviðaukanum að því er snertir sykurtollinn kemur ekki fram fyr en 2. umr. fjárlaganna er búin hjer í deildinni, má búast við, að hún komist ekki inn í frv. þetta. En það væri óneitanlega æskilegast, að allar þessar breytingar yrðu samferða út úr þinginu. því að það er dálítið óviðfeldið að vera altaf að peðra þessu út smátt og smátt.

Þetta vildi jeg fá upplýst, og eins hvort fjlm. hefir tekið til athugunar frv. það, sem til hennar var vísað nú fyrir skömmu viðvíkjandi þessu máli.