08.03.1926
Efri deild: 22. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1346 í B-deild Alþingistíðinda. (955)

38. mál, löggilding verslunarstaða

Jónas Jónsson:

Jeg stend upp til þess að heita fylgi mínu við frv., en jeg býst við að flytja við 3. umr. brtt. um það, að Leirhöfn á Melrakkasljettu verði löggilt. Þessi höfn er skamt fyrir norðan Kópasker, og er það álit Sljettunga, að hún geti orðið góð vjelbátaltöfn, og jafnvel fyrir stærri skip.