24.03.1926
Efri deild: 36. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1399 í B-deild Alþingistíðinda. (993)

55. mál, framlag til kæliskápakaupa o. fl.

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg ætla aðeins að þakka hv. nefnd fyrir góða afgreiðslu þessa máls og vona, að frv. verði að lögum eftir fáa daga. Jeg skal geta þess, að þó málinu sje ekki lengra komið, hefi jeg sagt framkvæmdarstjóra Eimskipafjelagsins, að frv. mundi verða samþykt, og kvaðst hann þegar hafa gert ráðstafanir um byggingu skipsins, en þó ekki bindandi. Þá skal jeg og geta þess, að fjelagið hefir enn ekki trygt sjer lán, en jeg hefi átt tal við bæði formann og framkvæmdarstjóra fjelagsins, og þeir telja enga hættu á því, að það takist ekki. En þeir telja líklegt, að ríkið verði að ganga í ábyrgð fyrir láninu, og er það meðfram af því, að þeir ætla að reyna að fá lánið á sama stað og þeir hafa áður fengið slík lán, og var þá krafist ábyrgðar ríkissjóðs.