04.04.1927
Neðri deild: 46. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 958 í B-deild Alþingistíðinda. (1075)

21. mál, fjárlög 1928

Sigurjón Jónsson:

Aðeins örfá orð um leið og jeg lýsi yfir því, að jeg tek aftur brtt. mína XIX á þskj. 284. Þessa tillögu bar jeg fram til þess að tryggja það, að unglingaskólinn á Ísafirði nyti jafnrjettis um fjárframlög úr ríkissjóði við aðra hliðstæða skóla. Jeg tók það fram, að það væri ekki tilgangur minn, að þessi skóli stæði öðrum hliðstæðum skólum framar um fjárframlög úr ríkissjóði; jeg tók það meira að segja fram, að jeg teldi rjettmætt, að styrkur til sveitaskólanna væri einhverju hærri, en gat þess um leið, að jeg gæti ekki unað því, að hagur þessa skóla væri lengur svo fyrir borð borinn sem gert hefir verið að undanförnu. En þar sem hv. frsm. fjvn. (TrÞ) og hv. þm. V.-Ísf. (ÁÁ), núverandi fræðslumálastjóri, hafa báðir tekið í sama streng og jeg, þá álít jeg, að þar með sje tilgangi mínum með till. náð. En jeg vil ekki verða þess valdandi með till. minni, að fleiri skólar komi á eftir og heimti sjerstöðu, þótt jeg hinsvegar teldi rjett, að þessi skóli hefði nokkra sjerstöðu, þar sem það er eini fullkomni unglingaskóli, sem til er á Vesturlandi. Tek jeg svo brtt. aftur., eins og áður er fram tekið.