03.05.1927
Efri deild: 64. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1467 í B-deild Alþingistíðinda. (1205)

21. mál, fjárlög 1928

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg hefi lítið getað fylgst með umræðunum hjer vegna þess, að jeg hefi verið bundinn við umr. í hv. Nd. En mjer hefir verið sagt, að hv. 5. landsk. (JBald) hafi dregið ályktanir af þögn minni viðvíkjandi brtt. hans á þskj. 472, VI, 2, um uppbót til Daníels Hjálmssonar.

Jeg vildi aðeins út af því segja það, sem jeg hefi sagt hjer á Alþingi áður, að jeg álít ekki, að þessi fyrverandi vegaverkstjóri eigi neina sanngirniskröfu til uppbótar fyrir það, að hann ljet af vegaverkstjórn.