12.05.1927
Efri deild: 72. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1817 í B-deild Alþingistíðinda. (1358)

6. mál, fátækralög

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg ætla ekki að segja neitt um þetta mál frekar en jeg hefi áður gert, nema að lýsa því yfir fyrir hönd nefndarinnar, að hún getur fallist á, að það sje til bóta að ákveða einhvern frest. En hún lítur svo á, að ekki sje þörf á meira en 3 mánaða fresti, og felst þar með á varatill. hv. 2. þm. S.-M. (IP).

En svo var verið að benda mjer á lítinn galla á orðalagi 10. gr., nú meðan á umr. stóð. Þar stendur í miðri greininni: „eða og óvanalegan starfa þann“; þar mun þessu „og“ ofaukið. Vil jeg skjóta því til hæstv. forseta, hvort hann vilji ekki láta lagfæra þetta í prentun.