12.05.1927
Efri deild: 72. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1827 í B-deild Alþingistíðinda. (1363)

6. mál, fátækralög

Jóhannes Jóhannesson:

Það vita allir, að allshn. stendur á alt öðrum grundvelli hvað snertir skoðanir um þjóðskipulag heldur en hv. 5. landsk., og því er ekki furða, þótt hún líti öðrum augum á endurskoðun hæstv. stjórnar á fátækralöggjöfinni. Allshn. finst eðlilegt, að ekki sjeu gerðar aðrar breytingar en þær, sem ætla má, að flestum komi saman um, að nauðsynlegar sjeu og æskilegar og í samræmi við þann grundvöll þjóðskipulags, sem við nú byggjum á.