21.03.1927
Neðri deild: 35. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1856 í B-deild Alþingistíðinda. (1390)

115. mál, bankavaxtabréf

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg vil á þessu stigi málsins aðeins bera fram eina aths. Jeg álít, að sú leið, sem um er talað í frv., til þess að afla ræktunarsjóðnum fjár, sje ekki einhlít. Þegar það á að fylgjast að, að útvega ræktunarsjóðnum fje með lántöku og halda þó ríkissjóði skaðlausum, munu þar af leiða slík vaxtakjör, sem ekki geta talist viðunandi. Jeg er þeirrar skoðunar, að ekki sje rjett að miða lánskjör til jarðræktar við það verð, sem er á hinum almenna peningamarkaði. Þess vegna áskil jeg mjer rjett til þess að koma með róttækari tillögur í þessu máli, annaðhvort í sambandi við þetta mál eða annað, þar sem jeg álít þessa leið allsendis ófullnægjandi til þess að bæta úr þörf ræktunarsjóðsins.