25.03.1927
Neðri deild: 38. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 107 í B-deild Alþingistíðinda. (142)

1. mál, sveitarstjórnarlög

Magnús Torfason:

Hæstv. atvrh. (MG) vildi segja það, að það hefði eiginlega verið breytt tekjustofnunum frá 1872, en það er ekki rjett. Það ár fengu einmitt sveitarsjóðir heimild til að leggja á tekjur manna þar, sem þeir voru búsettir. (Atvrh. MG: Jeg nefndi ekki árið 1872). En jeg miða við árið 1872, og á síðasta þingi var þessu kipt nokkuð í lag, en þó ekki til fulls. Að því er sjóðina í Árnessýslu snertir, þá lagði jeg fyrir sýslufund þar uppkast að samþykt um sýsluvegasjóði, en við komumst að þeirri niðurstöðu, að það væri engin bót í því að stofna til nýrrar samþyktar heldur en að hafa það, sem nú er, en það er rjett, að eftir þeim lögum, sem nú eru á ferð, verður þetta miklu aðgengilegra.

Hv. 2. þm. Árn. (JörB) skal jeg aðeins svara því, að það er auðheyrt, að hann hefir ekki haft innheimtu sýslusjóðsgjalda á hendi.