13.04.1927
Efri deild: 52. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1918 í B-deild Alþingistíðinda. (1426)

115. mál, bankavaxtabréf

Jón Baldvinsson:

Jeg hefi ekki heyrt hæstv. fjrh. svara því, sem hv. frsm. þessa máls spurðist fyrir um við 2. umr. þess, hvort ekki mundi hægt að veita stærri lán út á 1. veðrjett en gert hefir verið. Þegar virðingin er mjög lág, eiga menn oft erfitt með að fá lán út á annan veðrjett, enda þótt trygging sje næg. Nú er lánað úr veðdeildinni út á 1. veðrjett 40% af virðingarverði húsanna. Það virðist vera óþarflega lágt, og með öllu hættulaust að lána meira. Þetta vildi jeg mega biðja hæstv. ráðherra að athuga.