13.04.1927
Efri deild: 52. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1919 í B-deild Alþingistíðinda. (1427)

115. mál, bankavaxtabréf

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Mjer er ljúft að skýra stjórn veðdeildarinnar frá þessum óskum, en hinsvegar má ekki búast við, að stjórnin fari að leggja fyrir hana að hækka lánin út á 1. veðrjett, því að sjálfsögðu er hún best fær um að meta, hversu hátt má lána, svo að lánin sjeu þó vel trygð.

En að því leyti, sem þurð á fje og mikil eftirspurn annars vegar hafa átt sinn þátt í hinum nauma skamti, þá er hugsanlegt, að stjórn veðdeildarinnar sjái sjer fært að rýmka til, ef þetta umrædda lán fæst, að svo miklu leyti, sem skorturinn hefir stafað af þeim ástæðum.