14.02.1927
Efri deild: 5. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1947 í B-deild Alþingistíðinda. (1476)

22. mál, skipun prestakalla

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Engin sanngirni er að ætlast til þess, að stjórnin geti sjeð inn í hugskot Þingvallanefndar. Mjer er alveg ókunnugt um þessa deilu milli Þingvallaprests og nefndarinnar, en vitanlega hefir hún getað átt sjer stað fyrir því. — Takmörk prestakallsins er atriði, sem sú nefnd, sem fær þetta frv. til athugunar, getur rannsakað. En óski Þingvallanefnd, að borið sje fram frv. um sameiningu prestakallanna á þessu þingi, þá eru til þess tvær leiðir. Annaðhvort getur hún snúið sjer til landsstjórnarinnar og beðið hana að flytja frv., eða hún getur farið til þeirrar nefndar, sem frv. fær til meðferðar.