05.04.1927
Efri deild: 45. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1950 í B-deild Alþingistíðinda. (1481)

22. mál, skipun prestakalla

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg geri ráð fyrir, að orð hæstv. forsrh., sem hann hafði eftir mjer, hafi verið rjett tilfærð, og er álit hans sennilega rjett að því er tekur til Reynivallaprestakalls. En um sameiningu Reykjavíkur- og Lágafells- og Viðeyjarsókna voru öll lögmælt skilyrði fyrir hendi 1922, og er ómögulegt að neita því, að það er gagnstætt lögum, að sú sameining hefir ekki farið fram. Það sýnir sig líka, að hæstv. stjórn hefir ekki þótt viðunandi skipun á þessu, og því hefir hún borið fram frv. það, er hjer liggur fyrir. — En jeg vil láta þess getið, að í orðum mínum lá enginn áfellisdómur á hæstv. stjórn. Jeg tók það einmitt fram, að þetta hefði eflaust orðið svona að vera, enda þótt lögin heimiluðu það ekki.