09.04.1927
Neðri deild: 51. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1952 í B-deild Alþingistíðinda. (1488)

22. mál, skipun prestakalla

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg skal geta þess, að ekkert ákvæði um breytingu á Þingvallaprestakalli var í stjfrv., heldur var ákvæði um þetta sett inn í hv. Ed. En þar mun hafa verið gengið út frá, að annar prestur tæki við hinni sókninni. Í frv., eins og það er nú, er aðeins um það að ræða, að Mosfellsprestur skuli taka að sjer prestsþjónustu í Þingvallasókn, ef Þingvellir verða lagðir niður sem sjerstakt prestakall, sem jeg geri ekki ráð fyrir að verði. Þetta er einhver varnagli hjá Ed., sem jeg býst ekki við að verði að veruleika.