14.05.1927
Efri deild: 74. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2090 í B-deild Alþingistíðinda. (1616)

3. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Jón Baldvinsson:

Jeg álít það enga bót á frumvarpinu, þó að brtt. þessi verði samþykt. Það bætir ekkert úr, þó að þessi ívilnun verði gerð til 1. júlí þessa árs.

Annars skil jeg ekkert í, að þessir menn, sem telja sig forsvarsmenn frjálsrar samkepni, skuli halda slíku fram sem þessu. Mjer finst það slíkt heljar ranglæti, að jeg er hissa á, að nokkur maður skuli bera slíkt fram. Því að maður, sem byrjar atvinnurekstur, sem þessi lög ná til, 1928, nýtur verri kjara en sá, sem byrjar 1927. Jeg tel því brtt. þessa, eins og jeg tók fram áðan, til engra bóta.