05.03.1927
Efri deild: 20. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 121 í B-deild Alþingistíðinda. (162)

4. mál, iðnaðarnám

Jón Baldvinsson:

Jeg vildi, áður en jeg sný mjer að brtt. þeim, er jeg flyt, beina þeirri ósk til hæstv. forseta, að hann sæi um, að frv. væru prentuð upp aftur, þegar þau taka jafnverulegum breytingum sem þetta frv. og hið næsta hjer á eftir á dagskránni. En í stað þess að gera það, hefir skjölum verið útbýtt, og á öðru þeirra stendur, að það sje samhljóða stjfrv. á þskj. 4, með breytingum 1–4 á þskj. 70, en á hinu stendur, að frv. sje samhljóða stjfrv. á þskj. 5, með breytingum (1–8) á þskj. 69. Þetta er með öllu ófært, þingmenn eru svo lengi að átta sig á þessu. Þó það sje dálítill kostnaður við endurprentunina, þá er þó líka þess að gæta, að tími þingmanna er dýrmætur.