17.05.1927
Neðri deild: 77. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2095 í B-deild Alþingistíðinda. (1625)

3. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg þakka hv. fjhn. undirtektir hennar og mæli með því, að deildin samþ. frv. óbreytt. Jeg get gjarnan getið um það hjer, vegna þeirrar breytingar, sem gerð var á frv. í hv. Ed., að jeg hefi borið mig saman við eigendur helstu þessara fyrirtækja, og þeir hafa tjáð mjer, að þeim þyki betra að fá þá ívilnun, sem nú er í frv., og fyrir ríkissjóð tel jeg aðgengilegra að hafa þetta svona heldur eins og áður var afgreitt hjer.

Jeg held jeg megi fullyrða, að ekki verði óánægja með þetta frv., þó að það sje samþykt óbreytt, og jeg leyfi mjer að óska, að svo verði gert.